Enta í hættu?


Nei, Enta ehf siglir sinn sjó þrátt fyrir samdrátt í verkefnum og efnahagslægðir. Fjölbreytileg reynsla og þekking kemur að góðum notum um þessar mundir, ásamt góðum tækjakosti, við erum ávallt klárir í bátana þegar verkefni býðst.


Hins vegar gætu jarðhræringarnar á suðurlandi haft áhrif á hina upprunalegu Entu og Entujökul, enda eru þau staðsett í Mýrdalsjökli.


Ef Katla lætur á sér kræla er ljóst að Enta verður í stúkusæti við eldstöðina.


Hugur okkar er þó að sjálfsögðu hjá bændum og þess vegna vonum við að Katla láti bíða eftir sér í bili, helst í nokkur hundruð ár, sem eru þó aðeins nokkur augnablik í jarðsögunni.

Landmannalaugar - október 2009


ENTA ehf er mjög fjölhæft fyrirtæki og bregst vel við flestum óskum.

Kallar þá til sérfræðinga ef með þarf.
Svo var einmitt fyrir nokkrum dögum þegar gefa þurfti nokkrum þýskum blaðamönnum að borða inni í Landmannalaugum.
Júlíus Steinarsson sá um matseldina og höfðingi frá Selfossi Árni Sverrir Erlingsson tók að sér framreiðsluna.
Hann kvartar gjarnan undan skorti á nýjum fréttum hér á síðunni okkar svo nú er úr því bætt.

416CDI Sprinter 4x4



SELDUR

Þessi bíll er til sölu:

MB Sprinter 416 CDI, 2002 árgerð

Syndicate content